Stöndum ekki undir núverandi velferð

10.Apríl'12 | 08:37
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir ljóst miðað við skuldastöðu bæði sveitarfélaganna í landinu og íslenska ríkisins að þjóðin standi ekki undir núverandi velferð.
 
„Við eigum ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd að staða margra sveitarfélaga er gríðarlega erfið. Það er skelfilegt að hugsa til þess að íslensk sveitarfélög skuldi rúmlega 550 milljarða króna eða 2,7 sinnum tekjur sínar. Jafnvel þegar litið er til nettóskulda kemur í ljós að þær eru 1,7 sinnum tekjur sveitarfélaganna. Staðan verður hinsvegar næstum óbærileg þegar til þess er litið að samanlagðar skuldir og ábyrgðir hins opinbera, bæði ríki og sveitarfélög,
eru um 10,2 milljónir á hvern Íslending.
 
Sveitarfélögin eru með um 17 prósent þess eða 1,7 milljónir og ríkið 83 prósent eða 8,5 milljónir. Þetta merkir að hver einasta fjögurra manna fjölskylda í landinu hefur verið gerð ábyrg fyrir rúmlega 40 milljónum króna af kjörnum fulltrúum. Sveitarstjórnarfólk hefur skuldbundið slíka fjölskyldu fyrir næstum 7 milljónum og þingmenn fyrir rúmlega 33 milljónum. Veruleikinn er því sá að við stöndum ekki undir núverandi velferð og við því þarf að bregðast með aukinni verðmætasköpun og ábyrgari ríkisfjármálum,“ segir Eilliði.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.