Dagbók lögreglunnar

Brotist inn í verslun N1 við Básaskersbryggju í síðustu viku

Helstu verkefni frá 2. til 9. apríl 2012

10.Apríl'12 | 15:41

Lögreglan,

Lögreglan hafði í mörg horn að líta yfir páskahelgina og var þó nokkur erill í kringum skemmtistaði bæjarins. Nokkuð var um kvartanir vegna hávara í heimahúsum og þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki vegna ölvunarástands þess.
Ein líkamsárás var tilkynnt lögreglu yfir páskana en að morgni 7. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að tveir menn hefðu ráðist á einn mann fyrir utan veitingastaðinn Volcano. Árásarmennirnir voru handteknir og fengu að gista fangageymslu lögreglu. Við skýrslutökur kom í ljós að ósætti hafði orðið á milli mannanna sem enduðu með átökum. Ekki var um alvarlega áverka að ræða á þeim sem varð fyrir árásinni.
 
Um hádegi á öðrum í páskum var lögreglu tilkynnt að brotist hafði verið inn í verslun N1 við Básaskersbryggju. Hafði verið farið inn með þvi að spenna upp útidyrahurð. Eitthvað af verkfærum var stolið sem og peningakassa sem er í sjóðsvél. Peningakassinn fannst hins vegar í höfninni skammt frá og hafði þá verið reynt að spenna hann upp en án árangurs. Lítið var af peningum í kassanum eða um kr. 2-3000,-. Ekki er vitað hvenær innbrotið átti sér stað en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Sama dag var tilkynnt um rúðubrot að Strandvegi 39 ( Strandbergi ) og var rúðan líklega brotin þann sama dag. Ekki er vitað hver þarna var að verki og eru þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um þann sem þarna var á ferð vinsamlegast beðin um að snúa sér til lögreglu.
 
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá var norskur bátur staðinn að línuveiðum á vernduðu svæði á Skeiðarárdýpi í gærmorgun og var vísað til hafnar í Vestmannaeyjum. Skýrslutökum yfir skipstjóranum er lokið og viðurkenndi hann að hafa verið að veiðum á hinu verndaða svæði og gaf þá skýringu að hann hafi ekki vitað af vernduninni. Lagði hann fram tryggingu vegna tilvonandi sektar til að geta haldið áfram veiðum.
 
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni vegna gruns um að vera undir áhrifum ávana- eða fíkniefna við aksturinn. Þá fengu tveir ökumenn sekt vegna ólöglegrar lagninga ökutækja sinna.
 
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni en um var að ræða slys á Kirkjuvegi þar sem stjórnandi vélhjóls missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að það féll á hliðina og rann þó nokkurn spöl ökumaðurinn ásamt farþega féllu af hjólinu. Farþeginn kvartaði yfir eymslum og leitaði sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.