Hjallastefnan óskar eftir því að yfirtaka allt starfsmannahald Sóla fyrr

4.Apríl'12 | 08:27

sóli

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja síðastliðinn þriðjudag lá fyrir erindi Hjallastefnunni ehf. þar sem þeir óska eftir því að yfirtaka allt starfsmannahald Sóla frá og með 15. apríl nk.
Hjallastefnan óskar eftir að taka við starfsmannahaldi fyrr en áætlað var og skýrist það af tvennu:
-Að óvissu starfsmanna um starfsmannahald við yfirtökuna verði eytt sem fyrst.
-Að nauðsynlegar skipulagsbreytingar í starfsmannahaldi liggi fyrir áður en nýtt skólaár hefst í haust.
 
 
Bæjarráð samþykki beiðni Hjallastefnunnar um yfirtöku á öllu starfsmannahaldi frá og með 15. apríl nk. með öllum þeim réttindum og skyldum sem kveðið er á um samkvæmt lögum nr. 72/2002 (Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðildaskipti að fyrirtækjum). Samþykkið er skilyrt við að útbúinn verði sérstakur samningur um umrædda yfirtöku og að afstaða stéttarfélaga liggi fyrir. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Hjallastefnuna.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.