Mikið tap með veiðigjaldi

2.Apríl'12 | 07:55

Þorskur fiskur

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, yfirleitt kallaður Binni í Vinnslustöðinni, segir að hefði hér verið veiðigjald, eins og gerð er tillaga um í nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra, þá hefði verið bullandi tap á íslenskri útgerð á árunum 2000-2010, að báðum árunum meðtöldum.
 
Hann kveðst standa við orð sín um að til standi að þjóðnýta útgerðina með skattlagningu.
 
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Binni, að hagnaður útgerðarinnar á árunum 2000 til 2010, samkvæmt tölum Hagstofunnar, hafi verið samtals rétt tæpir 50 milljarðar eftir tekjuskatt. Á sömu árum borgaði útgerðin alls rúma 10 milljarða í tekjuskatt. Hann setti inn veiðigjald eins og lagt er til að tekið verði upp og á fyrrgreindu árabili hefði það numið 130 milljörðum króna. Með því hefði tap á útgerð verið samtals 70 milljarðar króna fyrir skatta á árunum 2000 til 2010. Þar til viðbótar kæmu svo áhrif af nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða, þar á meðal kvóti sem eigi að taka af útgerðarfyrirtækjum og færa öðrum.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%