Dagbók lögreglunnar

Ein líkamsárás kærð eftir skemmtihald helgarinnar

Helstu verkefni frá 26. mars til 2. apríl 2012

2.Apríl'12 | 15:10

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og var þó nokkur erill vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram fyrir utan líkamsárs sem átti sér stað aðfaranótt sl. laugardags.
Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Café Varmo aðfaranótt 1. apríl sl. Þarna höfðu tveir, rúmlega tvítugir menn, átt í deilum sem endaði með því að annar sló hinn í höfuðið með flösku þannig að flaskan brotnaði með þeim afleiðingum að sá sem varð fyrir högginu fékk skurð á eyra. Leitaði hann sér aðstoðar á Heilbirgðisstofnun Vestmannaeyja og þurfti að sauma skurðina sem hann fékk til að loka þeim. Árásarmaðurinn var færður á lögreglustöðina í framhaldi af árásinni þar sem skýrsla var tekin af honum. Viðurkenndi hann að hafa slegið manninn með flöskunni og telst málið að mestu upplýst.
 
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við leit lögreglu í húsi hér í bæ fundust smáræði af kannabisefnum sem og áhöld til neyslu fíkniefna. Viðurkenndi húsráðandinn að vera eigandi efnanna og áhaldanna og telst málið að mestu upplýst.
 
Í vikunni var tilkynnt um húsbrot og þjófnað á hitaveituofnum frá Brekastíg 7 en húsið er í eigu Íbúðarlánasjóðs. Ekki er vitað hvenær atvikið átti sér stað en ljóst er að nokkuð tilstand hefur verið við að taka ofnana og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá þeim sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við húsið á undanförnum vikum.
 
Lögreglan veitti ökumanni bifreiðar eftirför aðfaranótt sl. laugardags vegna gruns um að ökumaðurinn væri undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn fór hins vegar ekki að fyrirmælum lögreglu og jók hraðann. Hins vegar komst hann í sjálfheldu þegar hann ók inn í Hátún, sem er botngata, og tók hann til þess ráðs að fara úr bifreiðinni og hlaupa í burtu og hvarf hann út í myrkrið og fannst ekki þrátt fyrir leit. Farþegar í bifreiðinni voru færðir á lögreglustöð vegna rannsóknar málsins. Ökumaðurinn kom hins vegar á lögreglustöðina undir kvöld sama dags og gaf þá skýringu á framferð sinni að hann hafi ekki verið með ökuskírteinið meðferðis og vildi ekki fá sekt vegna þess og því „panikað“ eins og hann orðaði það.
 
Sjö önnur mál vegna brota á umferðarlögum komu upp í vikunni og má m.a. nefna ólöglega lagningu ökutækja og vanrækslu á að vera með öryggisbelti spennt í akstri.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%