Björk Guðmundsdóttir á Þjóðhátíðinni í ár

Hátíðinni breytt úr fjölskylduhátíð yfir í tónleikahát´

1.Apríl'12 | 16:11
Þó svo að langt sé í að Þjóðhátíðin 2012 verður sett í Herjólfsdal þá er undirbúningurinn byrjaður enda margt sem þarf að klára í tíma fyrir svona stóra útihátíð.
Ákveðið hefur verið að gera ákveðnar breytingar á þjóðhátíðinni í ár og miðast þær aðallega að því gera hátíðina að meira tónleikahátíð en fjölskylduhátíð eins og Þjóðhátíðin hefur verið hingað til. Stærsta breytingin verður sú að Húkkaraballið verður fært inn í Herjólfsdal og hefst þjóðhátíðin með stórtónleikum þar á fimmtudagskvöldið. En selt verður sérstaklega inn á Húkkaraballið í Dalnum þó svo að ballið sé í raun partur af hátíðinni sjálfri.
 
Eyjar.net hefur heimildir fyrir því að Björk Guðmundsdóttir á húkkaraballinu og má búast við fjölmenni til eyja af þessum völdum og vonast þjóðhátíðarnefnd til þess að með þessu fjölgi erlendum gestum til muna í Dalnum.
 
Þegar Eyjar.net hafði samband við Tryggva Má Sæmundsson sem sæti á í þjóðhátíðarnefnd vildi hann lítið segja um það hvort Björk yrði á húkkaraballinu en Tryggva fannst þó líklegt að einhver Björk yrði í Dalnum.
 
Forsala miða á Húkkarballið og í ferðir Herjólfs þennan dag verða á dalurinnn.is í kvöld frá 20:00
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-