Útboð Siglingastofnunar á dýpkun Landeyjahafnar í sumar gerir ráð fyrir dýpkun fimm sinnum í það heila

27.Mars'12 | 08:58
Siglingastofnun hefur auglýst útboð á viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn í sumar. Dýpkunarskipin Skandia og Perla sinntu þessu verkefni á síðasta ári og reikna má með að eigendur þessara skipa bjóði í verkið, auk mögulega annarra áhugasamra aðila.
Um er að ræða dýpkun sem framkvæma á allt að fimm sinnum frá 1. maí til 15. október nk. Samkvæmt útboðsgögnum, sem afhent verða frá og með deginum í dag, er reiknað með að dæla allt að 70 þúsund rúmmetrum úr Landeyjahöfn. Áætlaður kostnaður hjá Siglingastofnun við verkið verður ekki gefinn upp fyrr en tilboð verða opnuð 12. apríl nk.
 
Skandia hefur að mestu leyti sinnt dýpkun í höfninni en hún getur aðeins farið fram við tilteknar aðstæður. Þannig þarf ölduhæð að vera undir tveimur metrum ef Skandia á að athafna sig en í tilviki Perlunnar má ölduhæðin ekki fara yfir einn metra.
 
Þess má geta að tilboð í ferjusiglingar í Landeyjahöfn verða opnuð í dag hjá Vegagerðinni, eftir að niðurstöðu útboðs fyrir viku var frestað vegna formgalla. Þá bárust þrjú tilboð.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.