Nýtt frumvarp um veiðigjald er skattlagning á Vestmannaeyjar upp á 4-4,5 milljarða

27.Mars'12 | 08:42

Kap ve VSV

„Þetta er í fljótu bragði veiðileyfagjald á Vestmannaeyjar upp á 4-4,5 milljarða. Í sjálfu sér er ekkert flókið að lýsa afleiðingunum. Það verður að óbreyttu ekki stundaður sjávarútvegur í núverandi mynd eftir að slíkt frumvarp um veiðigjald hefur tekið gildi. Fyrirtæki leggja einfaldlega upp laupana,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, um afleiðingar frumvarpsins fyrir greinina.
Spurður hvort veiðigjaldið sem lagt er til muni ógna rekstrargrundvelli útgerðarfyrirtækjanna svaraði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra því til að fyrirtækin hefðu borð fyrir báru til að greiða gjaldið.
 
Munu ekki geta staðið í skilum
„Skattlagningin tekur burt allan hagnað og alla greiðslugetu úr fyrirtækjunum og þau munu ekki standa í skilum með afborganir af lánum. Þau geta ekki haldið við tækjum og tólum. Þau fara á hliðina,“ segir Sigurgeir.
 
„Við þurfum náttúrlega að gefa okkur tíma til að skoða frumvarpið og alla þætti þess. Það sem vekur athygli er að veiðileyfagjald er ekki bara lagt á útgerð heldur á fiskvinnslu líka sem að þýðir auðvitað að útgerðir án fiskvinnslu verða látnar greiða mjög mikið. Allur tekjuskattur í útgerð mun hverfa við þessa breytingu, hann er nú 20% af hagnaði. Ég hefi reynt í fljótu bragði að átta mig á hvaða áhrif nýja veiðileyfagjaldið hafi haft á útgerðina í landinu árin 2000-2009.
 
Niðurstaðan er sú að veiðileyfagjaldið jafngildir 200% tekjuskatti í stað 20% tekjuskatts nú. Þannig hverfur allur ávinningur og hvati af því að reka útgerðarfyrirtæki. Með öðrum orðum verður útgerðin þjóðnýtt í gegnum skattlagningu.
 
Þetta þýðir að það er verið að gera alla útgerð og öll útgerðarfyrirtæki verðlaus. Og meira en það: Þau munu aldrei geta greitt af lánum sínum. Í mínum huga slær þetta beint inn í bankana og þannig inn í ríkissjóð í gegnum Landsbankann,“ segir Sigurgeir.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).