Þjóðhátíðarnefnd býður upp á heildstæðari pakka í ár

Selja Herjólfsmiðana á kostnaðarverði ásamt miða í dalinn og möguleika á gistingu

27.Mars'12 | 12:43
Í dag hófst bæði sala á miðum í Herjólf og einnig var fyrsti dagur forsölu miða í Dalinn. Þjóðhátíðarnefnd ákvað að bjóða upp á forsöluna með breyttu sniði í ár og bjóða þeir núna upp á heildstæðari pakka fyrir Þjóðhátíðargesti en áður hefur verið í boði.
Strax og sala á ferðum Herjólfs hófst morgun tilkynnti Herjólfur á facebook síðu sinni að Þjóðhátíðarnefnd hafi keypt verulegt magn miða í allar ferðir til eyja fimmtudag og föstudag og frá eyjum mánudag og þriðjudag. Facebook síða Herjólfs bendir því þeim sem vilja kaupa miða í þessar ferðir að kaupa miða í gegnum dalurinn.is
 
Eyjar.net heyrði í Tryggva Má Sæmundssyni framkvæmdastjóra ÍBV varðandi þessi miðakaup. Tryggvi hafði þetta að segja „ Á síðasta ári voru fjölmargir sem keyptu miða með Herjólfi í tvær – þrjár ferðir fyrir hátíðina og það sama eftir hátíðina og notuðu svo ekki miðann sinn. Herjólfur var kannski að flytja í sumum ferðum 250 farþega en fyrirfram var uppselt í þær ferðir og fjöldi fólks sem þurfti frá að hverfa vegna þess að það var uppselt. Með því að bjóða upp á ferð með Herjólfi og miða í Dalinn erum við að reyna að koma í veg fyrir svona misnotkun. ÍBV selur þessa farmiða á sama verði og félagið kaupir miðana á þannig að félagið er ekki að hagnast á þessu." sagði Tryggvi Már.
 
Boðið upp á gisti möguleika fyrir þjóðhátíðargesti
Sú nýjung er í boði núna að hægt er að panta í valdar ferðir með Herjólfi og einnig gistingu. Gistingin sem er í boði er þrískipt:
 
• Boðið er uppá gistingu í Eimskipshöllinni í tveggja manna kúlutjöldum. (Tjöld á staðnum) Eimskipshöllin er staðsett við hliðina á hátíðarsvæðinu. Gistingin gildir í fjórar nætur. Opnar klukkan 18 á fimmtudegi og lokar á hádegi á mánudegi. Ekki er heimilt að vera fleiri en tvö í hverju tjaldi. Hentar vel fyrir pör. Ekki eru dýnur eða svefnpokar inní tjöldunum. Gæsla er í húsinu allann sólahringinn. Engin ábyrgð er borinn á verðmætum. Verð 20.000 krónur per tjald (max 2 í tjaldi)
 

• Kvennagisting: Boðið er uppá kynjaskipta gistingu í íþróttasölum bæjarins. Um er að ræða svefnpokapláss þar sem viðkomandi þarf að taka með sér svefnpoka og dýnu. Gistingin gildir í fjórar nætur. Opnar klukkan 18 á fimmtudegi og lokar á hádegi á mánudegi. . Gæsla er í húsinu allann sólahringinn. Engin ábyrgð er borinn á verðmætum.Verð 10.000 krónur per svefnpláss
 

• Karlagisting: Boðið er uppá kynjaskipta gistingu í íþróttasölum bæjarins. Um er að ræða svefnpokapláss þar sem viðkomandi þarf að taka með sér svefnpoka og dýnu. Gistingin gildir í fjórar nætur. Opnar klukkan 18 á fimmtudegi og lokar á hádegi á mánudegi. . Gæsla er í húsinu allann sólahringinn. Engin ábyrgð er borinn á verðmætum.Verð 10.000 krónur per svefnpláss
Núna við opnun á forsölu er hægt að greiða fyrir pöntun með greiðslukorti eða millifærslu, jafnframt er unnið að því að hægt sé að panta og dreifa greiðslum með kortaláni frá Valitor (verður tilkynnt sérstaklega þegar það er klárt)
 
Hægt er að kaupa miða á dalurinn.is
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.