72 einstaklingar eða fjölskyldur fengu fjárhagsaðstoð á síðasta ári

27.Mars'12 | 08:28

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundarráðs sem haldinn var 21.mars síðastliðinn fór Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi skýrslur til Barnaverndarstofu og skýrslu félagsþjónustu Vestmannaeyja til Hagstofu Íslands.
Í ársskýrslunni til Barnaverndarstofu kemur m.a. fram að unnið var með málefni 60 fjölskyldna vegna 82 barna sem er mjög áþekkur fjöldi og árið á undan. Tilkynningar til starfsmanna barnaverndar voru 214 og fækkaði nokkuð frá fyrra ári en eru í meðaltali miðað við síðastliðin ár. Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna.
 
Í skýrslu félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar til Hagstofu kemur fram að á árinu 2011 fengu 72 einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Umtalsverð fjölgun hefur orðið á þeim sem njóta fjárhagsaðstoðar frá árunum á undan.
 
Félagsleg heimaþjónusta - almennt
Tillaga um samþættingu á þjónustu félagslegrar heimaþjónustu og frekari liðveislu.
Lagt er til að þjónustuþættir félagslegrar heimaþjónustu og frekari liðveislu verði sameinaðir undir eina yfirstjórn undir nafninu Heimaþjónusta Vestmannaeyja. Úthlutun á þjónustu og ákvarðanir um umsóknir fara fram í matshópi sem skipaður verður forstöðumanni félagslegrar heimaþjónustu, verkefnastjóra í frekari liðveislu og þjónustustjóra í öldrunarmálum. Með sameiningunni verða minniháttar breytingar á störfum og verksviði starfsmanna sem kalla á breyttar starfslýsingar, samræmd laun og fræðslu til þeirra. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir umræddar tillögur.

 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.