Íhuga að flytja sorp til Svíþjóðar

20.Mars'12 | 08:31

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Framtíð sorpbrennslu í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri er í uppnámi, eftir ákvörðun yfirvalda að afnema undanþágur um mengunarmælingar þar. Bæjaryfirvöld í Eyjum íhuga alvarlega að flytja sorp til Svíþjóðar.
Umhverfisráðuneytið tilkynnti í dag að afnema eigi undanþágur sem verið hafa í gildi fyrir sorpbrennslustöðvarnar á Klaustri og í Eyjum. Þessar undanþágur lúta að mengunarmælingum og útheimta tækjakaup fyrir þessar stöðvar. Þær falla úr gildi um næstu áramót og sveitarstjórnir á þessum stöðum þurfa að tilkynna yfirvöldum hvort þau ætli að halda áfram rekstrinum.
 
Mikil óvissa er um framtíð sorpbrennslustöðvarinnar á Klaustri, segir Eygló kristjánsdóttir, sveitarstjóri þar. Hún bendir á að Skaftárhreppur standi illa fjárhagslega, og önnur úrræði með sorplosun séu fá. Brennslan þar skapi orku til að hita upp skólahúsnæði á staðnum, sem spari um hálfa milljón króna á mánuði.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að þar á bæ sé sama óvissa með framtíð sorpbrennslu. „Við erum núna í fullri alvöru að skoða það að flytja sorp í burtu frá Vestmannaeyjum og meðal annars kemur vel til greina að sorp frá Vestmannaeyjum verði flutt til Svíþjóðar og það brennt til að framleiða rafmagn þar.“
 
Elliði gagnrýnir umhverfisyfirvöld harðlega og segir þau vinna leynt og ljóst að því að útrýma sorpbrennslu hér á landi. „Það er gríðarlega mikilvægt að umhverfismál verði losuð úr viðjum hreintrúarstefnu. Það þarf að nálgast þetta með heildarhagsmuni umhverfisins í huga.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.