Hyggjast kæra leikskólaútboð

15.Mars'12 | 15:50

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Tilboðsgjafar í rekstur leikskóla í Vestmannaeyjum hyggjast kæra útboðsferlið haldi bærinn því til streitu að ganga til samninga við fyrirtækið Hjallastefnuna um reksturinn. Hjá Vestmannaeyjabæ segja menn málið byggt á misskilningi, jafnfræðis hafi verið gætt við útboðið.
Vestmannaeyjabær rekur tvo leikskóla. Um áramótin var rekstur annars þeirra, leikskólans Sóla, boðinn út. Þrjú tilboð bárust; frá fyrirtækjunum Hjallastefnunni ehf., Skólar ehf. og frá óstofnuðu hlutafélagi í eigu heimamanna. Talsmaður Eyjahópsins hefur sent Vestmannaeyjabæ formlegt erindi þar sem gerðar eru athugasemdir við útboðið.
 
Meðal þess sem er gagnrýnt er að opnun tilboða hafi verið frestað aðeins tveimur klukkustundum fyrir auglýsta opnun þeirra mánudaginn 9. janúar síðastliðinn. Bréfritari bendir á að slíka frestun beri að tilkynna með að minnsta kosti fjögurra daga fyrirvara. Sé tíminn skemmri þurfi að taka við tilboðum og skrá þau án þess að opna þau. Ekki megi taka við tilboðum sem berast eftir að upphaflegur frestur rennur út.
 
Það má því segja að heimamenn gruni Vestmannaeyjabæ um að hafa frestað opnun tilboða til að gefa öðrum tilboðsgjöfum lengri frest. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs bæjarins, þvertekur fyrir þetta og segir að öll tilboðin hafi borist innan upphaflegra tímamarka. Tilboð Eyjamannanna hafi í raun verið skilað inn síðast. Jón segir að opnun tilboða hafi verið frestað vegna veðurs þar sem allir tilboðsgjafar hafi áður lýst yfir áhuga á því að vera viðstaddir opnun tilboða. Svo fór reyndar að aðeins fulltrúi heimamanna var viðstaddur þegar tilboð voru opnuð nokkrum dögum síðar.
 
Tilboð heimamanna var ekki lægst, en þeir vilja meina að svo sé ef tekið er tillit til þess að yfirstjórn leikskólans verði staðsett í Vestmannaeyjum, sem myndi þýða afleiddar tekjur til bæjarins. Jón segir að lögfræðingur vinni að því að svara erindinu fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, og bendir á að það sé beinlínis ólöglegt að líta á afleiddar tekjur í þessu sambandi.
 
Jón segir að Vestmannaeyjabær hafi í hvívetna gætt jafnræðis í útboðsferlinu. Kvörtunarbréf heimamanna muni ekki tefja samninga við fyrirtækið Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.