Loðnuáburður á tún

14.Mars'12 | 08:30

kind

Fjárbóndi í Vestmannaeyjum á von á því að lambakjötið verði saltara en áður við slátrun í haust. Hann gerir tilraunir með áburðarblöndu úr sjó og úrgangi frá loðnuvinnslu.
Haukur Guðjónsson, fjárbóndi og vörubílstjóri í Eyjum, segist hafa fengið hugmyndina eftir umfjöllun í Landanum þar sem fjallað var um að sjór væri notaður sem áburður á tún. Áburðarblanda Hauks er sjór og svokallað blóðvatn, næringarríkur úrgangur frá loðnuvinnslu. Haukur gerir tilraunir með loðnuáburðinn á eigin túni og svæðum í eigu Vestmannaeyjabæjar. Bærinn tekur þátt í þessum prófunum á nýstárlegri nýtingu blóðvatnsins. Áður var blóðvatnið sett í sjóinn við Eiðið og mataði fuglinn.
 
Það tekur aðeins nokkrar mínútur að úða átta tonnum af loðnuáburðinum á túnið. Haukur segist spara tæplega þrjú hundruð þúsund krónur í áburðarkaup. Svo á hann von á því að áburðurinn bragðbæti kjötið.
 
Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.