Ósk um endurskoðun niðurgreiðslna til dagforeldra

8.Mars'12 | 12:56

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Þriðjudaginn 6.mars síðastliðinn fundaði Fræðsluráð Vestmannaeyja og meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum var bréf frá foreldrum barna sem fædd eru 2011. Bréf innihélt ósk foreldranna um endurskoðun á niðurgreiðslu til dagforeldra.
Ráðið þakkar foreldrum barna fædd 2011 erindið. Í bréfinu koma fram óskir um endurskoðun á niðurgreiðslum til dagforeldra og að þær verði færðar nær þeim sveitarfélögum sem nefnd eru í bréfinu. Mikilvægt er að vanda vel til verka þegar slíkar reglur eru endurskoðaðar. Þó niðurgreiðslur sumra sveitarfélaga séu hærri en gerist í Eyjum þá er kostnaður dagforeldra einnig mishár eftir sveitarfélögum. Vestmannaeyjabær styður einstæða foreldra með því að niðurgreiða frá upphafi vistunar hjá dagforeldri. Eins fá foreldrar barna hjá dagforeldri systkinaafslátt fyrir önnur börn sín á leikskólum bæjarins. Vestmannaeyjabær hefur lagt sig fram um að vera meðal fremstu sveitarfélaga hvað varðar þjónustu við barnafjölskyldur. Frá árinu 2009 hefur leikskólaplássum í leikskólum bæjarins fjölgað um 35 og rekstarkostnaður aukist um 60 milljónir.

Árið 2010 voru barnafjölskyldur hvað ánægðastar í Vestmannaeyjum skv. könnun Capacent, árið 2011 var létt undir með barnmörgum fjölskyldum þegar innheimtureglum dagvistunargjalda var breytt þannig að 3. barn í vistun og umfram fengi þjónustuna gjaldfrjálsa. Árið 2012 var farið af stað með íþróttaakademíu við Grunnskóla Vestmannaeyja, Vestmannaeyjar eru næstódýrasta sveitarfélagið hvað varðar heildarkostnað foreldra fyrir skóladagvistun grunnskólanemenda með hressingu og hér er frítt í sund fyrir öll börn með lögheimili í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri. Á sama tíma hefur hlutfall menntaðra leik- og grunnskólakennara aukist til muna í Vestmannaeyjum og því sífellt faglegra og metnaðarfyllra starf sem fer fram inni á uppeldisstofnunum sveitarfélagsins.
 
Niðurgreiðslur vegna daggæslukostnaðar hafa ekki verið endurskoðaðar síðan í október 2008. Því leggur ráðið til að umræddar reglur fari í endurskoðun haustið 2012.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.