Ögmundur styður Eyjamennina

7.Mars'12 | 08:20

Herjólfur

„Samþykkt þeirra er mjög mikilvæg að mínu mati og ég tek undir þeirra málflutning,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að beita sér fyrir stofnun félags um smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju.
 
Bæjarstjórnin leitar til ríkisins, sveitarfélaga á áhrifasvæði Landeyjahafnar, lífeyrissjóða og annarra fjárfesta um þátttöku í ferjufélaginu.
Ögmundur vill að ríkið komi þar að enda sé það nauðsynlegt vegna þess hversu stórt verkefnið er. „Við höfum verið að ræða saman um hvaða form eigi að hafa á aðkomu hins opinbera að fjármögnun. Ein hugmyndin er að stofna félag um smíðina og bjóða reksturinn síðan út,“ segir Ögmundur og tekur fram að sér lítist prýðilega á framtak Eyjamanna.
 
Nýja ferjan á að vera sérhönnuð til siglinga í Landeyjahöfn
 
Forsenda stofnunar félags um smíði ferjunnar er að ríkið taki hana á leigu til ákveðins tíma.
„Ríkið mun standa straum af kostnaði við samgöngur við Vestmannaeyjar. Þeir sem koma að smíði ferju sem er sérstaklega hönnuð og smíðuð fyrir þessa siglingaleið vilja fá tryggingu fyrir því að ríkið muni leigja farkostinn. Það er eðlilegt,“ segir innanríkisráðherra um leigu skipsins.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.