Sigurður Ragnar ánægður með Elísu

6.Mars'12 | 08:57
Elísa Viðarsdóttir, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði kvennalandsliðsins í 1-0 sigri á Kína í gær. Elísa og systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir voru því saman í byrjunarliði í fyrsta sinn en Elísa lék við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur í miðri vörninni.
„Ég valdi hana í dag því ég vildi sjá hana í byrjunarliði. Við erum búnir að skoða Mist og vildum gefa Elísu tækifærið líka. Hún stóð sig mjög vel í dag eins og vörnin öll. Ég man varla eftir því að Kína hafi skapað einhver færi," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn.
 
„Þetta var mjög fín frammistaða hjá Elísu í sínum fyrsta landsleik í byrjunarliði. Svona leikir gefa þeim mikla reynslu og það að fá að takast á við svona ábyrgð að byrja inn á í landsleik, bæði fyrir Mist og Elísu, sem eru ennþá ungar, hjálpar þeim að vaxa og að verða betri. Þær verða því ennþá meira tilbúnar þegar þær fá vonandi tækifæri einhvern tímann seinna í mótsleik," sagði Sigurður Ragnar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is