Heimaey VE1 til eyja í maímánuði

Fyrsta nýsmíðin í rúman áratug að bætast við uppsjávarflotann

5.Mars'12 | 08:47
Nýtt uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja, Heimaey VE 1, er væntanlegt til Eyja fyrri hluta maímánaðar. Skipið er smíðað hjá ASMAR-skipasmíðastöðinni í Síle og verður afhent Ísfélaginu í lok apríl, samkvæmt upplýsingum Stefáns Friðrikssonar framkvæmdastjóra.
Skipið er hið fullkomnasta og af nýrri kynslóð uppsjávarskipa. Það er rúmlega 71 metri að lengd og 14,40 metra breitt. Burðargeta þess er um tvö þúsund tonn í tíu tönkum, sem eru með öflugri kælingu. Fram hefur komið að samkvæmt verðmati er markaðsvirði skipsins talið hátt í fjórir milljarðar króna. Reikna má með að nýja skipið haldi til makrílveiða um miðjan júní, en makríll hefur gengið inn í lögsöguna í byrjun júní síðustu sumur.
 
Nýsmíði hefur ekki bæst í uppsjávarflotann í rúman áratug, en um aldamót voru sjö yngstu skipin smíðuð; Börkur NK, Aðalsteinn Jónsson SU, Vilhelm Þorsteinsson EA, Ingunn AK, Hákon EA, Huginn VE og Ásgrímur Halldórsson SF. Elstu skipin þrjú eru hins vegar rúmlega hálfrar aldar gömul, þ.e. Víkingur AK, Sigurður VE og Lundey NS, en þau voru öll smíðuð í Þýskalandi árið 1960.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.