Ný ferja hvílir á herðum ríkisins

1.Mars'12 | 07:30
Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju stendur og fellur með samningum við ríkið. Samgöngur eru á ábyrgð ríkisins. En með þessu erum við að sýna ábyrgð í verki,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Greint var frá því fyrr í dag að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi í hádeginu samþykkt að stofna hlutafélag um smíði og eignarhald á nýrri Vestmannaeyjaferju. Áætlaður kostnaður við smíðina nemur á bilinu 4 til 5 milljarðar króna. Ríkinu, sveitarfélögum í nágrenni Landeyjahafnar, lífeyrissjóðum á svæðinu og áhugasömum fjárfestingum verður boðin aðkoma að félaginu.
Elliði segir ekki stefnt að því að Vestmannaeyjabær muni eiga stóran hlut í félaginu en útilokar ekki að svo kunni að fara.
 
Hann bendir á að tafir á siglingum frá Landeyjahöfn komi Vestmannaeyingum illa. Þá bætist við að Herjólfur, sem er með elstu farþegaskipum sem siglt hafi á milli lands og Eyja, muni missa haffærniskírteini sitt þegar nýjar Evrópureglur um skipaflutninga taka gildi eftir þrjú ár og má það eftir þann tíma ekki sinna farþegaflutningum. Elliði segir að sökum þessa megi Vestmannaeyingar engan tíma missa.
 
„Við þurfum sem allra fyrst á því að halda að bæði komi hér ný ferja og að höfninni verði breytt,“ segir hann.
 
Ef af verður mun Vestmannaeyjabær og aðrir sem koma að hlutafélaginu standa fyrir smíði nýrrar ferju og leigja hana til ríkisins. Elliði segir samninginn að mörgu leyti ígildi ríkisábyrgðar. Ekki er búið að útlista samninga. Elliði telur að um verði að ræða svokallaðan þurrleigusamning. Hann felur í sér að eigandi skipsins leigi það áfram til rekstraraðila sem beri á ábyrgð á því.
 
vb.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).