ÍBV Íþróttafélag og Flugfélagið Ernir halda samstarfi áfram

1.Mars'12 | 08:40
Í síðustu viku var undirritaður samningur milli ÍBV Íþróttafélags og Flugfélagsins Ernis. Félögin hafa átt í góðu samstarfi síðastliðið ár og því lá beint við að framlengja samstarfssamninginn.
Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Vestmannaeyja í ágúst 2010 og hefur Ernir kappkostað það að þjónusta Vestmannaeyjar sem best með miklum sveigjanleika. ÍBV Íþróttafélag er stærsti einstaki aðilinn í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og reiknað er með að á árinu 2012 komi á fimmta tug þúsunda gesta til Eyja, eingöngu í tengslum við viðburði á vegum félagsins.
 
Það er því mjög mikilvægt fyrir ÍBV Íþróttafélag að eiga gott samstarf við þá aðila sem stýra samgöngum milli Lands og Eyja. ÍBV Íþróttafélag er afar stolt af þessum samningi og því góða samstarfi sem undangengið ár hefur leitt af sér.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.