Stefnir á útflutning

Grímur kokkur í nýtt húsnæði

Flytur starfsemina í gamla NET húsið

1.Mars'12 | 12:16

Grímur kokkur, fiskidagurinn mikli

Grímur Þór Gíslason matreiðslumeistari eða Grímur kokkur eins og við þekkjum hann, hefur verið að leita af nýju húsnæði undir fyrirtæki hans Grímsa kokk sem staðsett hefur verið að Eiði 14 í Vestmannaeyjum.
Grímur er 47 ára og lærði á Gestgjafanum í Vestmannaeyjum á tímabilinu 1984 - 1988 og hefur m.a. unnið á Café Opera og var með sína eigin veitingastaði Fjöruna og á Hótel Þórshamri ásamt veisluþjónustu.
 
"Búinn að handsala kaup á 1000 m2 húsnæði hér í Vestmannaeyjum", segir Grímur í samtali við freisting.is aðspurður um hvernig gangi að finna nýtt húsnæði. Grímur hefur hugleitt að færa fyrirtækið í Reykjavík eða nágrennis, en hann vill vera í Vestmannaeyjum.
 
Fjölmargar vörur eru framleiddar hjá fyrirtækinu; Fiskibollur, plokkfisk, humarsúpu, fiskibuff, smáfiskibollur með ostafyllingur og með sveppa, hvítlauks og chilly fyllingu, ýsu í raspi og ýsu í karrý kókos raspi, gulrótarbuff, kjúklingabaunabuff, hvítlauksbuff, gratineraða ýsu með brokkoli og gratineraða ýsu í mexícósósu og reykta ýsu.
 
Hjá Grími kokki eru 15 manns í vinnu og með nýja húsnæðinu kemur hann til með að bæta töluvert við af réttum, auka framleiðsluna og stefna einnig á útflutning.
 
 
www.freisting.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.