Bann við veiðum á lunda mun ekki auka fæðuna í hafinu við Vestmannaeyjar

27.Febrúar'12 | 08:37

Lundir lundar

Þann 22.febrúar síðastliðinn fundaði Bæjarstjórn Vestmannaeyja og m.a. þess sem að bæjarstjórnin samþykkti á fundi sínum var ályktun vegna frumvarps umhverfisráðherra um algjör bann á svartfuglaveiðum. Ályktun bæjarstjórnar má lesa hér að neðan:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir harðlega fyrirhuguðu frumvarpi umhverfisráðherra sem færir yfirráð nytjaréttar frá rétthöfum og tillögu um algjört bann á svartfuglaveiðum. Í því felst mikið en algjörlega innistæðulaust vantraust á þá sem nytja þessi hlunnindi.


Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur frá því viðkomubrestur hjá lundastofninum í Vestmannaeyjum hófst, brugðist við í samstarfi við Félag bjargveiðimanna með takmörkun á veiðitímabili úr 45 dögum í 5 og að lokum veiðibanni. Viðkomubrestur stafar af fæðuskorti en ekki ofveiði. Bann við veiðum á lunda mun ekki auka fæðuna í hafinu við Vestmannaeyjar. Það eru engin rök sem styðja jafn harkalega aðgerð og algjört veiðibann, enda ástand stofna mjög mismunandi eftir landsvæðum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja er mjög umhugað um að ganga vel um hlunnindi sín og hefur alla tíð gert.

Gunnlaugur Grettisson
Elliði Vignisson
Páley Borgþórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Guðlaugur Friðþórsson
Páll Scheving Ingvarsson
Jórunn Einarsdóttir
Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.