Af fréttum og ekki fréttum og kannski smá jákvæðni, eða þannig

Georg Eiður Arnarsson bloggar

27.Febrúar'12 | 08:35
Margt fréttnæmt í síðustu viku, þó ekki hafi allt sem ég frétti ratað í fréttir, allavega ekki eftir því sem ég veit best.
 
Vikan byrjaði á því að vinnubílnum mínum var stolið aðfaranótt mánudagsins síðasta, sem rataði í fréttir, en það sem rataði ekki í fréttir er að þegar ég hringdi hálf fimm um nóttina í lögregluna, var mér sagt af þeim sem svaraði í símann:"Ég læt strákana vita þegar þeir mega mæta í vinnu í fyrramálið."
Nánari útskýringu á þessu fékk ég seinna um daginn, en mér skilst að ríkið sé búið að skera svo mikið niður fjárveitingar til lögreglunnar, að þar hafi verið lagðar niður næturvaktir á virkum dögum og það á sama tíma og hér er unnið allan sólarhringinn við loðnufrystingu og löndun. Mjög undarlegt allt saman, en að mínu mati ætti það að vera lágmarks krafa okkar að a.m.k. 2 lögreglumenn væru á vakt á næturnar þannig að a.m.k. annar þeirra gæti þá farið eftirlits rúnt annað slagið og um leið augljóst að ef slys verða, þá væru menn þá fljótari á staðinn til þess að grípa inn í og aðstoða, ekki góður niðurskurður þetta.
 
En fleira vakti athygli mína sem ég hef ekki séð í fréttum. En mér er sagt að það sé búið að segja upp tveimur sjúkraliðum til að spara og auka þar með um leið álagið á hið frábæra starfsfólk sjúkrahússins enn meira. Þessu til viðbótar er mér sagt af sjúkraþjálfurum, að umsóknir þeirra um auka tíma handa sjúklingum þeirra sé nánast undantekningalaust hafnað af Tryggingastofnun ríkisins, en maður hlýtur að spyrja sig að því hvort að þetta sé rétt, vegna þess að sjúkraþjálfunin er augljóslega besta leiðin til þess að halda fólki sem á við alls konar vandamál að stríða, gangandi, og auka þar með um leið hugsanlega lyfjakostnað enn meira sem og fjarvistir fólks sem er að reyna að vinna þrátt fyrir ýmis vandamál og ég leyfi mér að efast um það, að þessar aðferðir skili þeim sparnaði sem til er ætlast a.m.k. til lengri tíma litið.
 
Það athyglisverðasta við fréttir sem að mínu mati hefði kannski frekar átt að gera minna úr, er vertíðin sem nú er í gangi. Vissulega er mikið að gera og unnið allan sólarhringinn í frystihúsunum og bræðslunum sem og löndun, en núna í jan. sáum við ma. bæjarstjórann okkar og bæjarblaðið Fréttir fjalla um mikla atvinnu möguleika, mikinn uppgang og jafnvel að allir fengu vinnu sem vettlingi gætu valdið. Allt vissulega að hluta til rétt, en þó ekki. Í fyrradag lenti ég í því að skutla tveimur ungum mönnum með sinn farangur í geymslur, en þeir höfðu komið hingað um miðjan jan. til þess að vinna á vertíðinni, leigt sér húsnæði og síðan byrjað að ganga á milli frystihúsanna í atvinnu leit, en eftir allan þennan tíma eru þeir að fara héðan án þess að hafa fengið nokkuð að gera. Í gær lenti ég svo á spjalli við konu sem hefur búið í Vestmannaeyjum til fjölda ára, hún hafði svipaða sögu að segja, sonur hennar 18 ára hafði gengið á milli frystihúsa undanfarnar vikur og alltaf fengið þessi loðnu svör :"Já nú er þetta alveg að bresta á, prófaðu að hringja í næstu viku." Til að kanna málið, þá hringdi ég í 3 verkstjóra í 3 frystihúsum og svörin eru einfaldlega þetta:"Það er vissulega vertíð, en vegna kreppunnar síðustu ár þá hefur fólki smátt og smátt verið fjólgað, en einfaldlega fært til eftir því hvar mest er að gera hjá fyrirtækjunum og þess vegna sára fá eða engin störf í boði á vertíðinni. Svo skilaboðin eru því skýr:"Það er vissulega vertíð, en hér vantar ekki fólk í frystihúsin." Leiðinlegt að heyra af ungu fólki, sem jafnvel hefur verið atvinnulaust lengi uppi á landi, sé að koma til Eyja með ærnum kostnaði út af einhverju blaðri frá bæjarstjóranum og fleirum um að hér sé svo mikill uppgangur.
 
Kannski smá jákvæðni að lokum, eða þannig.
 
Ég var ánægður með að heyra það að einn af skipstjórum Herjólfs skyldi loksins tjá sig um Landeyjahöfn, en þótti sorglegt að sjá viðbrögð yfirmanns Siglingamálastofnunnar, en mér finnst ansi margt benda til þess að það þurfi einhverjir aðrir en starfsmenn Siglingamálastofninnar að taka ákvörðun um næstu skref varðandi Landeyjahöfn.
 
Ég var einnig mjög ánægður með greinargerð og samþykkt bæjarstjórnarinnar vegna þessa svo kallaða svartfugla máls, en ég hafði einmitt áhyggjur af því að ákvörðun bæjarstjórnar frá s.l. sumri um að banna lundaveiðar hefðu þær afleiðingar, að öfgasinnaðir náttúruverndarsinnar innan Ríkisstjórnarinnar myndu nota það sem átyllu til að banna allar svartfuglaveiðar, en vonandi eru Eyjamenn farnir að átta sig á því hvað raunverulega er að gerast þarna, eða svo að ég vitni í fulltrúa bændasamtakanna:"Þetta snýst bara um aðlögunar ferlið að ESB og hefur ekkert með fuglaveiðar að gera."
 
Meira seinna.
 
Georg Eiður Arnarsson
http://georg.blog.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.