Valur er ekki ósigrandi

segir Svavar Vignissonar þjálfari ÍBV

24.Febrúar'12 | 10:19
Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV sem mætir Val í úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handknattleik í Laugardalshöll á morgun, laugardag, segir ljóst að það verði við ramman reipa að draga að mæta Val í úrslitaleiknum.
„En við ætlum að hafa gaman af þessu og berjast,“ segir Svavar og bætir við að ÍBV-liðið hafi haft ákveðinn meðbyr í N1-deildinni eftir áramót og þann byr ætli lið hans að taka mér sér inn í úrslitaleikinn. Svavar segist þekkja andstæðinginn vel eftir að hafa tapað í tvígang fyrir honum í deildinni. „Valur er með frábært lið og meðal annars átta landsliðsmenn en alls ekki ósigrandi,“ segir Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV.
 
Flautað verður til úrslitaleiks ÍBV og Vals í Laugardalshöllinni á morgun kl. 13.30 er reiknað með að fjöldi Eyjamanna mæti og hvetji sitt lið til sigurs. ÍBV lék síðast til úrslita í bikarkeppninni fyrir sex árum en vann bikarinn síðasta fyrir átta árum

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.