Uppsveifla í framkvæmdum í Eyju

21.Febrúar'12 | 07:16

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Mikið er um byggingarframkvæmdir á Heimaey um þessar mundir að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Að hans sögn hefur árað vel í bænum á síðustu misserum.
Þannig sé lítið atvinnuleysi þarog tekjur íbúanna háar. Því fari bæði einstaklingar og fyrirtæki frekar út í framkvæmdir en ella.
 
„Það er verið að byggja hér þónokkuð mörg einbýlishús, fjölbýlishús og fyrirtæki eru bæði að stækka við sig og að byggja nýbyggingar,“ segir Elliði í Morgunblaðinu í dag.
 
„Atvinnulífið hefur staðið mjög sterkt og nú standa vonir til þess að menn láti af þessum væringum í kringum sjávarútveginn og um leið og það verður þá verður ráðist í gríðarmiklar framkvæmdir,“ segir Elliði og bætir við að þessar framkvæmdir gætu numið milljörðum króna.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.