Uppsveifla í framkvæmdum í Eyju

21.Febrúar'12 | 07:16

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Mikið er um byggingarframkvæmdir á Heimaey um þessar mundir að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Að hans sögn hefur árað vel í bænum á síðustu misserum.
Þannig sé lítið atvinnuleysi þarog tekjur íbúanna háar. Því fari bæði einstaklingar og fyrirtæki frekar út í framkvæmdir en ella.
 
„Það er verið að byggja hér þónokkuð mörg einbýlishús, fjölbýlishús og fyrirtæki eru bæði að stækka við sig og að byggja nýbyggingar,“ segir Elliði í Morgunblaðinu í dag.
 
„Atvinnulífið hefur staðið mjög sterkt og nú standa vonir til þess að menn láti af þessum væringum í kringum sjávarútveginn og um leið og það verður þá verður ráðist í gríðarmiklar framkvæmdir,“ segir Elliði og bætir við að þessar framkvæmdir gætu numið milljörðum króna.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.