Ég hugsa oft hvort við Vestmannaeyingar eigum yfir höfuð að vera í lögbandi við þessa annars ágætu þjóð

segir Elliði Vignisson

16.Febrúar'12 | 08:01

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fastur afsláttur á fasteignagjöldum allra elli- og örorkulífeyrisþega í Garðabæ var úrskurðaður ólöglegur þar sem hann var óháður tekjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir svipaða ákvörðun í Eyjum ekki mismuna fólki, henni sé ætlað að gera fólki kleift að búa lengur í eigin húsnæði.
Fyrir fjórum árum úrskurðaði samgönguráðuneytið að reglur Garðabæjar um afslátt fasteignagjalda væru ólögmætar þar sem veittur hafði verið fastur afsláttur til allra elli- og örorkulífeyrisþega óháð tekjum. Ráðuneytið taldi það ekki samræmast lögum um tekjustofna sveitarfélaga að veita afslátt án þess að taka tillit til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Það væri sem sagt andstætt lögum að afslátturinn kæmi öllum lífeyrisþegum til góða. Þess ber að geta að Garðabær veitti einnig afslátt miðað við tekjur. Fasti afslátturinn var eingöngu úrskurðaður ólöglegur.
 
Bæjarráð Vestmanneyja ákvað í gær að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu íbúa sem eru 70 ára á árinu og eldri. Líkt og í Garðabæ um árið er ekki tekið tillit til tekna í þessu sambandi. Elliði Vignisson bæjarstjóri Eyjamanna neitar því að reglurnar mismuni fólki. Hann segir að þvert á móti sé vilji bæjarins að auðvelda öllum öldruðum að búa lengur í eigin húsnæði. Það verði að koma í ljós hvort einhver hafi eitthvað út á þetta að setja, annaðhvort íbúar Vestmannaeyja eða ríkisvaldið. „Ég verð nú að viðurkenna að þeim mun oftar sem ég stend frammi fyrir úrskurðum frá ríkinu þeim mun oftar hugsa ég til þess hvort við Vestmannaeyingar eigum yfir höfuð að vera í lögbandi við þessa annars ágætu þjóð,“ segir Elliði.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.