Hætti á sjónum og fór að rækta gulrætur

15.Febrúar'12 | 12:39
Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir gerðust óvænt garðyrkjubændur árið 2008. Einar hafði þá verið til sjós og Kristjana unnið hjá Íslandspósti. Þau fluttu í sveitasæluna í Borgarfirði úr Vestmannaeyjum með börnin sín þrjú og fóru út í garðyrkjuna af eintómri ævintýramennsku segir Einar, og kunna því vel. Það hafi alltaf verið draumurinn að búa úti í sveit og vera sjálfs síns herra.
Þau tóku við gróðurhúsum á Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum upp á 5000 fermetra og rækta í þeim gulrætur og spínat. Þau vinna nú hörðum höndum við að endurbæta aðstöðuna svo hægt verði að rækta spínatið allt árið í gróðurhúsunum, en þau eru einu garðyrkjubændurnir sem rækta spínat á landinu. Spínatið ætla þau að rækta í vikri. Það er hreinlegra en að rækta það í mold segir Einar og verður því hægt að pakka spínatinu um leið og það er skorið. Ferskleikinn er því tryggður til neytenda. Einar og Kristjana taka allt sitt grænmeti upp í höndunum, hreinsa það og flokka og pakka því einnig í höndunum. Fjölskyldan vinnur saman við garðyrkjuna og þegar meira er að gera ráða þau til sín unga fólkið úr sveitinni.
 
Auk þess að rækta spínat og gulrætur eru Einar og Kristjana óhrædd við að gera tilraunir í ræktuninni og eru að prófa sig áfram með fleiri afbrigði af gulrótum og ræktun á sykurmaís sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.
Ræktunin á Sólbyrgi er vistvæn og notkun tilbúins áburðar í lágmarki. Í raun segir Einar að ekki sé hægt að bera saman íslenskt grænmeti og það sem kemur erlendis frá hvað varðar notkun á tilbúnum áburði. Íslenskir grænmetisbændur noti margfalt minna magn og einnig sé lífrænum vörnum er beitt í stað eiturefna.

tekið af íslenskt.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.