Felldu niður fasteignagjöld á eldri borgara

15.Febrúar'12 | 13:38

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gær að fella niður fasteignagjöld á Vestmannaeyinga sem náð hafa 70 ára aldri. Í fundargerð bæjarráðs segir að þetta sér gert vegna sterks reksturs bæjarsjóðs á síðasta ári sem hafi búið til aukið svigrúm til að lækka álögur á eldri borgara með það fyrir augum að gera þeim kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði.
Í fundargerðinni er tekið fram að þetta nái einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í og gildir þegar annað hjóna eða sambúðaraðili hefur náð 70 ára aldri.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.