Eyjarnar að eignast óvæntan vin í boði bæjarstjórnar?

Gísli Foster bloggar

10.Febrúar'12 | 13:57

Gísli Foster

Hér berast nú fréttir af því að bæjaryfirvöld ætli að ganga til samningaviðræðna við Hjallastefnuna verðandi yfirtöku á rekstri Sóla. Þekki ekkert af viti til þessarar eða hinnar stefnunnar á þessum leikskólum. Er þess bara viss að allir eru að gera sitt besta, og jafnvel rúmlega það. Margir tala vel um Hjallastefnuna og aðrir ekki eins vel, svona eins og gengur og gerist.
Sérstakast er þó að sjá að Guðmundur, oft kallaður "vinalausi" hér í Eyjum er stjórnarmaður hjá Hjallastefnunni. Ætli hann sé þarna með krók á móti bragði til að koma sér betur fyrir í Eyjum, i skjóli lægsta tilboðs og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Valdabarátta hans innan VSV er Eyjaskeggjum náttúrulega vel kunn og margir hafa svitnað yfir því er þar gengur á, aðrir ekki. Er hann kannski búinn að sjá sér þarna leik á borði til að öðlast vini í Eyjum með því að koma hér að rekstri leikskóla?
 
Hér er stjórn Hjallastefnunnar.

 


Helga Sverrisdóttir stjórnarformaður
Helga er hjúkrunarfræðingur að mennt og áhugamanneskja um skólaþróun.


Guðmundur Kristjánsson
Guðmundur Kristjánsson er útgerðarmaður og hefur áhuga á sjálfstæðum rekstri skóla.


Inga Lind Karlsdóttir
Inga Lind er fjölmiðlakona og margföld Hjallastefnumamma.


Margrét Pála Ólafsdóttir
Margrét Pála er uppeldis- og menntafrömuður og áhugamanneskja um skólamál.


Þór Sigfússon
Er hagfræðingur og þaulreyndur Hjallastefnupabbi.

Varamenn í stjórn Hjallastefnunnar:
Dóra Hjálmarsdóttir                                        
Hjördís Líney Pétursdóttir

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is