Byrjað að reisa stúkuna við Hásteinsvöll í næstu viku

10.Febrúar'12 | 12:28
"Það er búið að grafa og er verið að setja undirlag. Svo verður byrjað að reisa eftir helgi," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Hann bindur vonir við að fyrsta áfanga framkvæmdarinnar verði lokið þegar keppni hefst í Pepsi-deild karla í maí.
Sá áfangi gerir ráð fyrir að sæti í yfirbyggðri stúku verði 470 talsins og að hann kosti 47 milljónir króna. Félagið fékk styrk frá KSÍ, Vestmannaeyjabæ og fyrirtækjum í bænum fyrir kostnaðinum. Félagið áætlar að ljúka við bygginguna á næstu árum en Óskar segir að fyrsti áfanginn dugi til að uppfylla kröfur leyfiskerfis KSÍ í bili. Auk nýju stúkunnar eru nú þegar sæti fyrir 525 manns í óyfirbyggðri stúku hinum megin við völlinn.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is