Vonandi kemur sá dagur að miðaverðið yrði rætt, en það væri ekki núna

sagði Róbert Marshall á opnum fundi í gærkvöldi

8.Febrúar'12 | 10:06

Herjólfur

Miðaverð með Herjólfi er hátt en það er ekki úr takti við það sem þekkist í samgöngumálum á Íslandi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon á opnum fundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þegar hann svaraði gagnrýni íbúa um Landeyjahöfn og hækkun fargjalda Herjólfs.
Steingrímur sagði að það væri heilmikið að borga 24,480 krónur fram og tilbaka fyrir hjón og bíl. það kostaði 33 þúsund krónur fyrir einn mann að að fljúga til Akureyrar. Kostaði ekki 25 þúsund krónur með flugi til Vestmannaeyja? Samgöngur væru dýrar í okkar strjálbýla landi. Ríkið leggi gríðarlega mikið til þessarra samgangna.
 
 
Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sagði að verið væri að skaffa peninga í höfnina og skipið og því yrði haldið áfram. Vonandi kæmi sá dagur að miðaverðið yrði rætt, en það væri ekki núna.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.