Mikið undir í Eyjum í kvöld

7.Febrúar'12 | 09:11
Mikið er undir þegar ÍBV og FH mætast í undanúrslitum Eimskips-bikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld klukkan 18. Sigurliðið fer í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og mætir þar annað hvort Val eða Stjörnunni sem eigast við annað kvöld á Hlíðarenda.
ÍBV hefur gengið mun betur á Íslandsmótinu í vetur og er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum tíu umferðum. FH er hins vegar aðeins með 3 stig í botnsæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjunum. Styttra er þó síðan FH komst í bikarúrslitin en það var árið 2009 en liðið tapaði þá fyrir Stjörnunni.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.