Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar fagnar frávísun á lögbannskröfu á sameiningu VSV og Ufsabergs útgerðar.

Segir málatilbúnað fráleitan

7.Febrúar'12 | 19:54

VSV vinnslustöðin

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. fagnar frávísun á lögbannskröfu og segir málatilbúnað fráleitan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurgeiri sem send var á fjölmiðla rétt í þessu. Tvö félög í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona fóru fram á lögbann og var þeim gert að greiða málsvarnarlaun verjanda VSV og Ufsabergs að upphæð 500 þúsund krónur.
Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:
 
Kröfu um lögbann vísað frá héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands vísaði í gær frá dómi kröfu minnihluta í eigendahópi Vinnslustöðvarinnar hf. (VSV) um lögbann við því að afhenda hlutabréf og ganga formlega frá málum í samræmi við nýlegan samning um sameiningu VSV og Ufsabergs útgerðar ehf. í Eyjum. Áður hafði Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði þessari sömu kröfu.
 
Jafnframt var gerðarbeiðendum – tveimur félögum í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, Stillu útgerð ehf. og KG fiskverkun ehf., sem og Guðmundi Kristjánssyni í eigin nafni – gert að greiða málsvarnarlaun verjenda VSV og Ufsabergs útgerðar kr. 500.000.
 
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf., fagnar þessari niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. „Málatilbúnaður bræðanna frá Rifi og lögmanna þeirra var ekki einu sinni dómtækur, svo fráleitur var hann. En þeir eru enn við sama heygarðshornið. Nýlega hafa þeir stefnt VSV til ógildingar sameiningunni. Í gögnum um samrunann eru færð rök fyrir ávinningi allra hluthafa af gjörningnum. Við munum halda áfram okkar stefnu að byggja upp kraftmikið fyrirtæki. Það er þeirra ef þeir ekki vilja taka þátt í því. "
 
VSV og Ufsaberg útgerð ehf. sameinuðust sl. haust undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Samrunaáætlun var undirrituð 29. júní 2011 í kjölfar samnings um að eigendur Ufsabergs útgerðar keyptu 2,5% hlut í VSV. Sameiningin var svo tilkynnt Hlutafélagaskrá þann 25. september 2011.
 
Með kröfu um lögbann vildu gerðarbeiðendur koma í veg fyrir að VSV gæti gengið frá skráningu og afhendingu hlutabréfa í félaginu til fyrrum eigenda Ufsabergs útgerðar og þannig efnt þær skuldbindingar sem á VSV hvíla vegna viðskiptanna. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).