Vinnslustöðin í Eyjum hefur fjölgað starfsmönnum í fiskvinnslu í landi um 100 frá því fyrir hrun

Godthaab í Nöf með 80 starfsmenn, en voru 20 þegar fyrirtækið tók til starfa fyrir áratug

3.Febrúar'12 | 08:52

VSV Vinnslustöðin Sighvatur Bjarnason VE

Störfum við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum hefur fjölgað á síðustu árum. Mestu munar að hjá Vinnslustöðinni störfuðu á síðasta ári að meðaltali 238 manns við vinnslu á fiski í landi. Fyrir aðeins fjórum árum voru starfsmennirnir 100 færri, eða 138 að meðaltali árið 2008. Fyrirtækið Godthaab í Nöf hefur fest sig í sessi og þar starfa nú um 80 manns að staðaldri. Fyrr í vikunni var því fagnað að áratugur er liðinn síðan vinnsla á fiski hófst hjá fyrirtækinu með 20 starfsmönnum. Þegar mest er umleikis yfir hásumarið er starfsmannafjöldi fyrirtækjanna enn meiri en að framan greinir.
Ýmsar orsakir liggja að baki fjölgun starfa í fiskvinnslu í Eyjum og víðar, en fyrst og fremst hefur hagstæð gengisþróun fyrir útflutningsgreinar stuðlað að þessari þróun. Fyrirtækin eru samkeppnishæfari en áður með fisk, sem fluttur var óunninn úr landi. Aflamark í ýsu hefur dregist saman og einnig hafa stjórnvöld viljað hamla gegn útflutningi á óunnum fiski og var m.a. sett á 5% útflutningsálag á fisk, sem vigtaður var í höfnum erlendis. Síðast en ekki síst skiptir vinnsla makríls miklu máli í þessu sambandi.
 
„Í hnotskurn er ástæða meiri vinnslu í landi sú að það er einfaldlega hagkvæmt og fiskvinnslan er samkeppnisfærari en áður,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Árin 2003 til 2005 talaði ég jafnvel um að leggja landvinnsluna af, þar sem hlutfallslegur launakostnaður hér gerði okkur ósamkeppnisfær við markaði í Evrópu. Nú er þessu öfugt farið og fiskvinnslan hefur eflst á nýjan leik á sama tíma og útgerðin stendur nokkurn veginn í stað.“
 
Nánar er fjallað um fiskvinnsluna í eyjum í Morgunblaðinu í dag

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.