Æfingarhúsnæði hljómsveita, rekstur leikskóla og samræmdpróf meðal verkefna Fræðslu- og menningarráðs

2.Febrúar'12 | 08:21

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fræðslu- og menningarráð fundaði þriðjudaginn síðasta og eins og vanalega lágu fjölmörg mál fyrir nefndinni að þessu sinni.
Menningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar lagði fram samning á milli fulltrúa ungra tónlistarmanna og Vestmannaeyjabæjar. Fræðslu- og menningarráð samþykkir fyrirlagðan samning milli ungra tónlistarmanna í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar um afnot af húsnæði við Skildingarveg með því skilyrði að Vestmannaeyjabæjar geti nýtt krafta tónlistarmannanna við menningartengda viðburði bæjarfélagsins og að reynt verði eftir megni að gefa ungmennahljómsveitum kost á plássi til æfinga.
 
Blítt og létt á leið til Færeyja
Tónlistarhópurinn "Blítt og létt" óskar eftir þjónustusamningi vegna söngferðar hópsins til Færeyja
Ráðið fagnar mikilvægu framlagi til menningarsamstarfs á milli Vestmannaeyjabæjar og vinabæjarins Götu í Færeyjum. Ráðið felur menningarfulltrúa að ræða við bréfritara og gera þjónustusamning varðandi aðkomu bæjarins að málinu.

Verkefni sem felur í sér að að rita upp nótur úr íslenskum handritum
Erindi frá Kára Bjarnasyni forstöðumanni bókasafns og Stefáni Sigurjónssyni um verkefni sem felur í sér að rita upp nótur úr íslenskum handritum er tengjast Vestmannaeyjum og gera þau aðgengileg tónlistarfólki, sem og áhugafólki um tónlistararf Eyjanna.
Fræðslu- og menningarráð tekur vel í hugmyndina svo framarlega sem fjármögnun verkefnisins verði eins og lagt er upp með. Ráðið felur Rut Haraldsdóttur framkvæmdarstjóra stjórnsýslusviðs framgang málsins.

Hjallastefnan tekur við rekstri Sóla
Ályktun stýrihóps vegna útboðs á rekstri leikskólans Sóla lögð fram.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir þau tilboð sem bárust út af rekstri Sóla. Stýrihópur, sem ráðið fól að yfirfara tilboðin hefur farið ítarlega yfir og metið tilboðsgögn og sent frá sér eftirfarandi ályktun:
"Eftir að hafa metið tilboðin sem bárust hefur stýrihópur komist að eftirfarandi niðurstöðu: Af þeim þremur tilboðum sem bárust vegna útboðs rekstrar leikskólans Sóla voru tvö sem uppfylltu öll skilyrði sem sett voru í útboðsforsendum. Stýrihópurinn mælir með að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er Hjallastefnan ehf.
Drífa Þöll Arnardóttir (sign), Helga Björk Ólafsdóttir (sign) og Díanna Þ. Einarsdóttir (sign)."
Ráðið þakkar stýrihópnum góð og fagleg störf í þágu leikskólamála Vestmannaeyjabæjar. Ráðið tekur undir og samþykkir ályktun stýrihópsins og vísar málinu til bæjarráðs.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að halda foreldrum og starfsmönnum Sóla eins vel upplýstum og kostur er um mál leikskólans Sóla.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).