Vestmannaeyjabær íhugar að flytja út sorp

1.Febrúar'12 | 08:14

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær íhugar að flytja sorp til útlanda, til brennslu. Að óbreyttu verða sorpbrennslustöðvar í Eyjum og á Kirkjubæjarklaustri ólöglegar um næstu áramót. Umhverfisráðherra vill fella úr gildi undanþágur eldri sorpbrennslustöðva.
Ráðgert er að nýja reglugerðin öðlist gildi í febrúar og að undanþágur eldri sorpbrennslustöðva verði felldar úr gildi um næstu áramót. Tvær nýlegar sorpbrennslur eru í Helguvík og á Húsavík. Breytingin mun hafa áhrif á tvær eldri stöðvar, á Klaustri og í Vestmannaeyjum.
 
Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir að því miður virðist fátt annað vera í stöðunni en að loka brennslunni. Hún telur urðun vera afturför í umhverfismálum sveitarfélagsins. Lokun brennslunar hafi einnig áhrif á rekstur skóla, íþróttahúss og sundlaugar sem fá orku frá sorpbrennslunni. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur þó ekkert ákveðið um framhald mála.
 
Svipaða sögu segja menn í Vestmannaeyjum. Dýrt verði að breyta sorpbrennslunni til samræmis við þær nýrri. Sérstaklega þar sem flokkun hafi dregið úr magni brennanlegs sorps. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja, segir of snemmt að nefna tölur en kostnaður við breytingar brennslunnar muni nema hundruðum milljóna króna.
 
Annar kostur Eyjamanna er að flytja sorp til fastalandsins eða útlanda. Þar er horft til þess að flutningaskip sigla frá Eyjum til Evrópu tvisvar í viku. Ólafur segir það geta verið hagkvæmara að hætta flokkun sorps og selja það allt til útlanda, þar sem erlendir kaupendir hafi áhuga á endurvinnanlegu sorpi sem innihaldi meiri orku en almennt sorp. Að hans mati yrði það þó afturför að hætta við sorpflokkun sem hafi gengið vel frá því að hún var tekin upp í Eyjum síðastliðið sumar.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).