Illa er farið með réttarríkið og unga lýðveldið okkar í Landsdómsmálinu

Fréttatilkynning frá Eyverjum

31.Janúar'12 | 08:27

Geir H Haarde sjáflstæðisflokkur XD

Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, taka undir þau orð sem fram koma í þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins varðandi afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. Sérstaklega skal bent á að með niðurstöðu Alþingis í málinu voru mannréttindi Geirs fótum troðin. Illa er farið með réttarríkið og unga lýðveldið okkar þar sem mannréttindi hafa alltaf verið í hávegum höfð.
Afleiðingin er sú að á Íslandi horfum við nú upp á pólitísk réttarhöld yfir einum manni. Svo rammt hefur að þessu kveðið, að innan stjórnarflokkanna þykir sjálfsagt og eðlilegt að halda sérstaka pólitíska fundi um þetta dómsmál. Þessi sama pólitík ræður svo atkvæðagreiðslu flestra stjórnarþingmanna. Slíkt er forkastanlegt og berar þann veruleika að kæra á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er pólitísk aðför þar sem ríkjandi stjórnvöld skyrrast ekki við að beita valdi sínu til að klekkja á pólitískum andstæðingi og draga Alþingi um leið niður í svaðið. Slíkt er ekki til eftirbreytni og ætti ekki að að þekkjast.

Eyverjar fordæma sérstaklega þá þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem leyfa sér að réttlæta dómsmál með þeim rökum að halda þurfi ríkisstjórninni saman. Eyverjar gera þá skýru kröfu til allra sem um málið fjalla að hlutleysis sé gætt. Þegar þannig er að farið liggur fyrir afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde.

Stjórn Eyverja, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-