Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á hafnarsvæðinu á næstunni

30.Janúar'12 | 08:56

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Ef að rýnt er í fundergerðir bæði Umhverfis- og skipulagsráðs og Framkvæmda- og hafnarráðs þá má sjá að fyrirhygaðar eru miklar framkvæmdir á hafnarsvæðinu á næstunni.
Ísfélag Vestmannaeyja hefur sótt um stækkun lóðar við Strandveg 102 og sótt jafnframt um byggingarleyfi vegna stækkunar til austurs með viðbyggingu. Ísfélagið ætlar að stækka mótorhús frystihússins um 7mtr til austurs út í götu við Garðaveg.
 
Einnig er fyrirhugað að fari í viðgerðir á stálþili og bryggjum á Binnabryggju, á viðlegukanti við Skipalyftuna, Gjábakka og á Herjólfskanti.
 
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti í framhaldi af fundi ráðsins 5.janúar voru lagðar fram upplýsingar um kostnað vegna ölduathugana norðan Eiðis vegna hugmynda um aðstöðu fyrir farþegabáta í tengslum við skemmtiferðaskip. Áætlaður kostnaður er 800 þús.kr.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-