Tónlistarmenn og leikarar flytja þakkaróð á Vinaminni í kvöld

23.Janúar'12 | 10:43

eldgos

23 janúar 2012 eru 39 ár liðin frá mestu björgun Íslandssögunnar, þegar heilu byggðarlagi er bjargað frá eldgosinu sem hófst þá um nóttina.
Nokkrir tónlistarmenn og leikarar ætla að hittast á Vinaminni og flytja þakkaóð, Leikfélag Vestmannaeyja sér um upplestur úr bókinni Útkall Flóttinn frá Heimaey eftir Óttar Sveinsson. Tónlistarmenn flytja lög og ljóð er þeim finnst hæfa tilefninu.
 
Af þessu tilefni verður gefinn út nýr bolli með teikningu Arnórs Hermannssonar af húsinu Skálholti sem stóð við Urðaveg 43.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Þeir sem koma fram eru; Arnór, Helga, Hrafnhildur, Unnur og Simmi, Óskar og Lauga, Sólveig Unnur, Ásta Steinunn og Birkir Högna. Þá mun Elliði Vignisson bæjarstjóri flytja stutta hugleiðingu.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.