Útlit fyrir aukinn viðbúnað á Þjóðhátíð

19.Janúar'12 | 07:12
Útlit er fyrir að viðbúnaður og gæsla verði aukin fyrir næstu Þjóðhátíð í Eyjum í ljósi þess að að minnsta kosti fimm konur tilkynntu um nauðgun þar á síðasta ári.
Hundrað karlmenn sendu bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum, sýslumanninum og framkvæmdastjóra íþróttafélagsins ÍBV bréf nýverið þar sem nauðganirnar eru fordæmdar og lagðar eru fram spurningar um viðbrögð yfirvalda varðandi næstu Þjóðhátíð. Meðal annars er spurt hvort hún verði haldin, í ljósi fregna af þessum mikla fjölda nauðgana.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi svar við bréfinu ásamt öllum bæjarfulltrúum í Eyjum. Þar segir meðal annars að veitt verði heimild til að hátíðin verði haldin í ár, en „vegna atvika sem hafa komið upp hafa forvarnir verið til sérstakrar skoðunar og þar er markmið Vestmannaeyjabæjar að koma í veg fyrir þann harmleik sem hvert og eitt brot er“.
 
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það hafa komið til tals að gerðar verði auknar kröfur á samkomuhaldara um lýsingu á dimmum svæðum, uppsetningu eftirlitsmyndavéla og aukna gæslu almennt. Er þetta lagt fram með tilliti til þess sem gerðist á síðustu hátíð. Þá segir Karl Gauti lögregluna í Eyjum fordæma allar nauðganir, hvar sem þær séu framdar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.