Barnaníðingur í átta ára fangelsi

19.Janúar'12 | 16:42

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir kynferðisbrotamanni í Vestmannaeyjum um eitt ár. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum sjö til ellefu ára skyldi sæta átta ára fangelsi vegna brotsins. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi sæta sjö ára fangelsi fyrir dóminn.
Maðurinn er einnig sakfelldur fyrir að hafa haft rúmlega átta þúsund barnaklámsmyndir í tölvunni sinni og yfir sex hundruð hreyfimyndaskeið.
 
Mál mannsins komst í fréttirnar á síðasta ári þegar í ljós kom að hann sætti ekki gæsluvarðhaldi en sýslumaðurinn á Selfossi gerði aldrei kröfu um slíkt. Hann var síðar hnepptur í gæsluvarðhald.
 
Í dómi Hæstaréttar er tekið fram að það sé metið manninum til refsiþyngingar að hann hafi í mörgum tilvikum tekið hreyfimyndir og ljósmyndir af athæfi sínu gagnvart einni stúlkunni en af því mátti ráða að brotavilji hans hefði verið mjög styrkur og einbeittur.
 
Þetta er einn þyngsti dómur í kynferðisbrotamálum sem kveðin hefur verið upp hér á landi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.