Hundrað karlar vilja að nauðganir verði teknar alvarlega

18.Janúar'12 | 16:18
„Ágæti bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Elliði Vignisson,
Við óskum þér gleðilegs nýs árs. Við áramót gefst tækifæri til þess að líta um öxl. Í ljósi fregna af nauðgunum á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á því ári sem nú er nýliðið sendum við þér hér opið bréf með spurningum er varða Vestmannaeyjabæ og stofnanir hans sem leyfisveitendur fyrir hátíðinni. Við undirritaðir höfum þungar áhyggjur af fjölda nauðgana á Þjóðhátíð og teljum ástandið óásættanlegt.“
 
Svona hefst bréf sem 100 karlar hafa sent til bæjarstjóra Vestmanneyja, Elliða Vignissonar, Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Tryggva Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra ÍBV og nefndarmanns í Þjóðhátíðarnefnd.
 
Undir þau skrifa 100 karlmenn, þar á meðal Hugleikur Dagsson og Hilmir Snær Guðnason , Ari Matthíasson og Björn Thors, en karlarnir eiga það sameiginlegt að vilja leggja lóð sín á vogarskálarnar gegn kynferðislegu ofbeldi og finnst að tími sé kominn til að þau mál séu tekin alvarlega í fullri einlægni. Í tilkynningu frá körlunum segir að spurningarnar hafi beinst til viðtakenda sem varða það kynferðisofbeldi sem framið hefur verið á Þjóðhátíð í Eyjum og hvaða áhrif það gæti haft á fyrirkomulag og framtíð hátíðarinnar.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.