Þurfum á reynslu Hermanns að halda

segir þjálfari Coventry

16.Janúar'12 | 12:20

Hemmi Hreiðars Hermann Hreiðarsson

Í dag verður gengið frá félagaskiptum Hermanns Hreiðarssonar til Coventry, botnliðs ensku Championship-deildarinnar. Hinn 37 ára Hermann kemur á frjálsri sölu frá Portsmouth sem er í greiðslustöðvun.
 
 
 
Andy Thorn, stjóri Coventry, fagnar því að fá Hermann enda hefur liðið verið í vandræðum varnarlega. Til dæmis þurfti Thorn að nota hægri bakvörðin Jordan Clarke, sem var nýstiginn upp úr meiðslum, sem vinstri bakvörð í 1-0 tapi gegn Derby á laugardag.
 
Clarke átti svo sök á eina marki leiksins sem kom tveimur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður.
 
„Hermann kemur með reynslu og getur nýst okkur í báðum vítatieigum. Hann er leiðtogi í þeirri stöðiu sem við þurfum að styrkja," segir Thorn.
 
„Við þurfum á leikmanni að halda sem hjálpar okkur í þessari erfiðu stöðu sem við erum í. Hann þekkir svona stöðu og hefur komist út úr henni svo reynsla hans á eftir að nýtast okkur vel."
 
„Hann er vel á sig kominn líkamlega og er verulega sterkur leikmaður sem kemur með dýrmæta reynslu. Ég þarf að styrkja liðið sem fyrst og hann er kærkominn," segir Thorne sem hyggst einnig bæta við sóknarmanni í hóp sinn.
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%