Dagbók lögreglunnar

Fíkniefnamál og eignaspjöll meðal verkefna lögreglu

Helstu verkefni frá 9. til 16. janúar 2012

16.Janúar'12 | 15:58

Lögreglan,

Það voru ýmis mál sem lögreglan þurfti að sinna í vikunni sem leið. Í byrjun vikunnar hafði lögreglan í nógu að snúast vegna óveðurs sem gekk yfir og komu nokkrar tilkynningar um að járnplötur væru að fjúka. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram en eitthvað var reyndar um stympingar án þess að þeim fylgdi alvarlegir áverkar.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en stúlka á átjánda ári var stöðvuð er hún ók frá borði Herjólfs að kvöldi föstudagsins 13. janúar sl. og reyndist hún vera með smáræði af kannabisefnum meðferðis sem hún kvað til eigin nota. Auk þess vaknaði grunur um að hún væri undir áhrifum ávana- og fíkniefna við akstur bifreiðarinnar.
 
Tvö eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu fékk lögreglan tilkynningu síðdegis þann 11. janúar sl. um um skemmdir á svokölluðu „stubbahúsi“ sem er utan á Alþýðuhúsinu. Grunur beindist fljótlega að aðila á átjánda ári og viðurkenndi hann í viðræðum við lögreglu að hafa valdið skemmdunum og kvaðst ætla að greiða tjónið sem hann olli.
 
Í hinu tilvikinu var um að ræða skemmdir á öryggishurð sem er fyrir inngangi í verslun Vínbúðarinnar v/Strandveg. Þarna hafði verið reynt að losa hurðina frá en það ekki tekist. Talið er að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt 14. janúar sl. en ekki er vitað hver þarna var að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um þann eða þá sem þarna voru á ferð.
 
Lögreglan vill minna eigendur ökutækja og ökumenn á að kanna með ljósabúnað ökutækja sinna en lögreglan hefur tekið eftir því í eftirlitsferðum sínum að nokkuð er um að ljósabúnaður ökutækja sé í lagi. Það gefur auga leið að ljósabúnaður er til að auka umferðaröryggi og því er ljóst að ef eitthvað vantar upp á að hann sé í lagi þá minnkar öryggi vegfarenda.
 
Á síðasta ári voru 16 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur en árið 2010 voru 10 ökumenn stöðvaðir vegna sama brots. Er þarna um aukningu að ræða sem verður að teljast áhyggjuefni. Lögreglan vill því beina því til almennings að tilkynna um fólk sem það grunar að sé að aka undir áhrifum áfengis enda er ekki hægt að líða slíkt og skapa þannig hættu fyrir aðra vegfarendur.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...