Fréttatilkynning frá Eyverjum

Kröftum bæjarfulltrúa og varaþingmanns betur varið í að vinda ofan af þeim 100 skattabreytingum sem flokkur hennar hefur staðið fyrir

Vegna umfjöllunar dv.is um grímuball Eyverja

13.Janúar'12 | 12:27
Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur á samskiptamiðlum eftir umfjöllun DV um grímuball Eyverja vill stjórn Eyverja koma eftirfarandi á framfæri:
 
Grímuball Eyverja á sér um 40 ára hefð í Vestmannaeyjum. Að því standa ungir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og er ballið er einn af mörgum föstum liðum í starfi félagsins. Enginn ágóði er af ballinu þrátt fyrir að Eyverjar gefi sína vinnu við ballið auk þess að njóta mikillar velvildar þjónustuaðila og húseigenda hvað verðlagningu varðar.
Eyverjar eiga auðvelt með að líta framhjá umfjöllun DV um málið og telja að tilgangurinn með umfjöllun þeirra hafi fyrst og fremst verið gamansemi í gúrkutíð fjölmiðla. Hins vegar vekur það furðu og undrun að sjá bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og varaþingmann vinstrigrænna tjá sig á þann máta sem fram kemur í viðbragðskerfi DV.is.
 
Eyverjar benda bæjarfulltrúanum á að í stað þess að vinna gegn grímuballi barna í Vestmannaeyjum væri kröftum hennar ef til vill betur varið í að vinda ofan af þeim 100 skattabreytingum sem flokkur hennar hefur staðið fyrir og leitt hefur til gríðarlegra byrða fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu.
 
Að því loknu væri ástæða fyrir bæjarfulltrúann og varaþingmanninn að styðja Eyverja í að gæta hagsmuna Vestmannaeyja, vinna gegn skaðlegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum og kanna efndir kosningaloforða flokksins hvað ESB andstöðu varðar.
 
Eyverjar vilja jafnframt hvetja ungt fólk í öllum flokkum til virkrar þátttöku í stjórnmálastarfi og bjóða áhugasömum til samstarfs á vettvangi Eyverja.
 
Stjórn Eyverja, félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.