Peyjabankinn að fara í gang fyrir EM í handbolta
12.Janúar'12 | 12:50Leikmenn meistaraflokks karla ÍBV í handknattleik hafa sett saman veðbanka fyrir Evrópukeppnina sem haldin verður í Serbíu. Þetta hafa þeir gert í 8 ár í röð og hefur þessi skemmtilegi leikur aldrei verið vinsælli.
Þátttaka kostar 1000 kr (sama verð og síðast). Greiða á reikning 582-26-763 kt:120777-4759 FYRIR MÓT!!! Þeir sem ekki greiða fyrir mót eru að sjálfsögðu ekki með!
Hægt er að skrá sig inn á vefsíðu Peyjabankans http://peyjabanki.900.is
Reglurnar eru eftirfarandi:
* Þú skráir þig inn og spáir fyrir um leiki í riðlakeppninni og aukaspurningar
* Þegar riðlakeppni er lokið verða leikir milliriðla settir inn, þú spáir fyrir um þá leiki
* Frá og með fyrsta leikdegi er ekki hægt að breyta spá fyrir riðlakeppni og aukaspurningar
* Frá og með fyrsta leikdegi í milliriðlum er ekki hægt að breyta neinu
* Ef þú hefur ekki greitt þáttökugjald fyrir fyrsta leikdag þá verðuru fjarlægður úr keppninni
* Gefin eru 1 3 eða 5 stig fyrir rétta spá í leikjum
o 1 stig fyrir að spá fyrir um rétt úrslit en vera með enga tölu rétta
o 3 stig fyrir að spá fyrir um rétt úrslit og vera með aðra töluna rétta
o 5 stig fyrir að spá fyrir um rétt úrslit og vera með báðar tölurnar réttar
* Gefin eru 6 stig fyrir hverja rétta aukaspurningu

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...