15 útköll hjá Slökkviliði Vestmannaeyja á árinu 2011

Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2011

11.Janúar'12 | 12:59

bruni

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út af neyðarlínunni 15 sinnum á árinu 2011 í flestum tilvikum var um minnháttar tjón að ræða. Þó var talsvert mikið tjón í bruna þegar eldri hluti Hótel Eyja brann. Af þessum útköllum var fjóru sinnum kallað vegna sinuelda, þrisvar vegna vatnsleka, tvisvar vegna vinnuslysa og tvisvar var um eiturefnaslys og þrisvar var um eld að ræða í heimahúsi.
Þá heimsóttum við mörg fyrirtæki og stofnanir bæði til að kynna okkur staðhætti og einnig vorum við með eldvarnakynningu fyrir starfsfólk. Þá var farið um borð í Herjólf og haldin æfing með áhöfninni. Æfingar hjá liðini voru 28 á árinu
 
 
Haldið var þing slökkviliðsstjóra hér í Eyjum á haustdögum. Á þingið mættu 25. Slökkviliðs- og varaslökkviliðsstjórar víðsvegar af landinu og báru saman bækur sínar.
Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar skip frá olíufélugum með bensínfarm losa hér í Eyjum og var það í 10 skipti á árinu.Við hjá eldvarnaeftirlitinu sjáum einnig um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði þær umsagnir voru 48 á árinu, einnig voru gerðar 7 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.
 
Slökkviliðsmenn sátu kynningarfund með neyðarlínunni, einnig tóku liðsmenn þátt í námskeiðum á vegum Brunamálaskólanns

Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna í byrjun desember. Það heimsóttu okkur rúmlega 55 grunnskólabörn á slökkvistöðina þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól,þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibílum aftur í skólann.

Mikið var af heimsóknum á slökkvistöðin á árinu bæði komu gestir af fastalandin og einnig heimafólk til að skoða okkar búnað og kynnast okkar starfi.

Vestmannaeyjum 10. Jan 2012.
 
Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.