Dagbók lögreglunnar

Sleginn með flösku í höfuðið og sauma þurfti 7 spor

Helstu verkefni frá 2. til 9. janúar 2012

9.Janúar'12 | 16:16

Lögreglan,

Vikan var á rólegri nótunum hjá lögreglu nema hvað það voru nokkur útköll vegna slysa þar sem fólk var að renna í hálku og voru einhver dæmi um beinbrot. Þá slasaðist maður sem var að skjóta upp skoteldum á Þrettándanum þegar skoteldur sprakk og lenti hluti hans í hönd og höfði mannsins. Hann mun hins vegar ekki hafa slasast alvarlega.
Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af gestum öldurhúsanna.
 
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað í heimahúsi að morgni 8. janúar sl. Þarna hafði maður sem var gestkomandi orðið fyrir árás en hann mun hafa verið sleginn með flösku í höfuðið og hlaut skurð á höfði og þurfti að sauma 7 spor til að loka sárinu. Ekki er ljóst hver ástæða árásarinnar var en málið er í rannsókn.
 
Þann 3. janúar sl. var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í kyrrstæða bifreið sem stóð við Bárustíg 2 og sá sem tjóninu olli hafi ekið í burtu án þess að tilkynna um það. Er talið að atvikið hafi átt sér stað að morgni 3. janúar á bilinu 10:00 til 11:00. Eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa hver þarna átti hlut að máli beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.