Sjófuglar í Vestmannaeyjum

Georg Eiður Arnarsson bloggar

9.Janúar'12 | 09:19
Formaður Fuglaverndunarsamtaka Íslands (man ekki nafnið á honum) tjáði sig í vikunni og lýsti þeirri skoðun sinni, að réttast væri að friða veiðar á öllum sjófuglum á Íslandi. Í fyrstu hélt ég að þetta væri einhvers konar grín, eða að hann væri náinn ættinig sjálfsmenntaðs lundasérfræðings Vestmanneyja, Erps Snæs Hanssonar, en ég þekki það bara ekki. En þar sem ég hef stundað eggjatöku og lundaveiði í 35 ár, langar mig að renna lauslega yfir stöðuna á þessum stofnum hér í Vestmannaeyjum.
Hér er engin kría og stofnar eins og teista og skarfur eru í það litlu magni, að þær eru lítið eða ekkert nýttar. Mjög lítið er hirt af mávseggjum en meindýraeiðir Vestmanneyja hefur oft verið sendur út af örkinni til að reyna að halda þeim stofni í skefjum. Skrofan er ekki nýtt, reyndar tók ég eftir því að Erpur og félagar á Náttúrfræðistofu Suðurlands hafa verið að rannsaka þann stofn og lýst því m.a. yfir, að aðeins finnist skrofa í Ystakletti og Elliðaey, en að venju er það rangt eins og annað sem kemur frá þeim félögum, enda þó nokkur skrofubyggð í Miðkletti og sjálfur hef ég rekist á skrofu bæði vestur á Dalfjalli og suður á Litlahöfða. Ritan er ekki nýtt.
 
Fýllinn í Vestmanneyjum, ætla ég að giska á að sé stofn upp á ca. milljón fugla, en m.a. á þeim árum sem ég stundaði eggjatöku í Duftþekjunni norður í Heilakletti, þá náði ég eitt vorið, bara á því svæði, liðlega 2000 eggjum, en það eru mörg ár síðan. Síðustu árin hefur eggjataka verið í kringum 3000 fýlsegg á ári og gróft ályktað eru teknir ca. 300 fýlsungar í salt á hverju hausti, en miðað við heildina er þetta eins og dropi í hafið.
 
Mesta uppsveiflan er í súlu, enda þrífst hún mjög vel á makríl sem flætt hefur hingað síðustu árin, en súlan er mjög harðgerður fugl og aðeins unginn hirtur, en síðustu árin aðeins brotabrot af varpinu og því gríðarleg fjölgun á þessum fugli.
 
Svartfuglar (álka, langvía, hringvía, stuttnefja). Ekki þori ég að giska á hversu stórir þessir stofnar eru hér í Vestmannaeyjum, en þeir skipta að sjálfsögðu hundruðir þúsunda. Ekki þekki ég heldur hve mikið er skotið af svartfugl á hverju ári, en ég held þó að það sé óverulegt. Eitthvað er hirt af eggjum, en varpið hefur ekki verið gott síðustu árin og eggjatakan þar af leiðandi minnkað verulega og t.d. síðast liðið sumar minnir mig að hún hafi aðeins náð nokkur hundrað svartfuglseggjum. Ég hef hins vegar fylgst með svartfuglabyggðunum í Klettsvíkinni og sérstaklega Miðkletts megin frá því ég var strákur, enda eru það byggðir sem fá alveg frið fyrir eggjatöku og þar hefur engi fækkun orðið.
 
Lundinn. Ég hef nokkuð oft skrifað um lundann, en til upprifjunar, þá lítur þetta svona út:
 
Lundastofninn í Vestmanneyjum hefur alltaf verið talinn vera 5-8 milljónir fugla. Holufjöldinn svona ca. 1500 þúsund holur. Erpur segir að 2005 hafi verið fyrsta árið sem varp misfórst í Vestmannaeyjum. Þetta er ekki rétt hjá honum, enda hóf hann ekki rannsóknir hér í Vestmannaeyjum fyrr en 2007, en mikið var af pysju 2005. 2006 kom fyrsta áfallið, þó að mikið væri af pysju, þá var hún mjög horuð og ræfilsleg og greinilegt að æti hefur vantað 2006, sem varð til þess að mikið af lundanum hóf ekki varp 2007, en ástandið 2007 reyndist vera mun betra. Töluvert var af pysju og t.d. var á Sædýrasafninu það sumarið vigtaðar yfir 2000 pysjur, sem þýðir að nýliðun 2007 var amk. nokkur hundruð þúsund pysjur. Í okt. 2007 ákvað þáverandi sjávarútvegsráðherra að opna alla suðurströndina fyrir snurvoð, en það er al þekkt að fuglinn leitar inn í fjöru þegar ætiskortur er. Einnig hefur makríllinn farið að láta sjá sig við Íslandsstrendur í miklu magni s.l. 3 árin og sílið um leið horfið. Að mínu mati eru þetta þær tvær helstu ástæður fyrir því að lunda varpið hefur að mikli leyti misfarist síðan 2007. Reyndar segir yfirmaður Náttúrufræðistofu Suðurlands í grein á síðasta ári, að varpið væri nú samt alltaf ca. 10% á hverju ári og miðað við holu nýtinguna, þá ætti það að gefa af sér ca. 70-80 þúsund pysjur á hverju ári og þegar við þetta er bætt þokkalegum pysjuárgangi frá 2007, þá er engi furða þó að öll fjöll í Vestmannaeyjum hafi fyllst af lunda í ágúst á síðasta ári. Lundastofninn í Vestmannaeyjum er, vegna viðbraðga lundaveiðimanna s.l. ár, sennilega í sögulegu hámarki og miðað við reynslu frá síðasta sumri, augljóst að ekki er hægt að fylgjast með breytingum á stofninum með því að fara eingöngu í holur. Ég segi það því enn og aftur:
 
Það er jafn vitlaust að banna fuglaveiðar og að leyfa frjálsar lundaveiðar, en veiðar einhverja örfáa daga til þess að menn geti fengið sér í soðið, get ég ekki skilið að geti skaðað stofninn.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.