Álsey VE 2 landar fullfermi af loðnu

9.Janúar'12 | 09:01

Álsey

Loðnuvertíðin fer vel af stað á þessu ári þrátt fyrir brælu á miðunum en Álsey VE 2 landaði um helgina fullfermi eða um 1250 tonnum af loðnu.
Hér fyrir neðan birtum við nýjustu blogg færslu Kristófers Helgason af Álseyjar blogginu en Kristófer hefur það hlutverk um borð í Álsey að vera fréttaritari og kokkur.
 
Við erum að nálgast Þórshöfn með fyrsta fullfermis túrinn af loðnu á þessu ári 2012. Er það fyrr en við hefðum þorað að vona. En Þórshafnar "alltmögulegt" manninum og meistari Oddur Skúlason kom þetta ekki á óvart!! Síður en svo, hann var EKKI búinn að spá þessu, hann einfaldlega SAGÐI að við KÆMUM á Þórshöfn 7 janúar með fullt skip, sem verður raunin því þar verðum við í kvöld...Æ,æ,...gleymdi að fá hjá honum Lottó tölur kvöldsins í tíma;-)
 
En sem sagt þessi fyrsti túr ársins gekk fínt og voru þetta höl frá rúmum 100 tonnum upp í 450 tonn. Túr sem hófst miðjan þriðjudag þann 3 janúar með því að nótin var tekinn um borð,búið var að setja upp korkaleggjarann, þá var trollinu hent í land og eftir jú einhverja bið eftir lagfæringar á nýja korkaleggjaranum vorum við farnir seint um kvöldið. Fyrsti viðkomustaður var Eskifjörður, þar náðum við í nýtt troll frá Egersund. Það var fljótlega gert á miðvikudagskvöldi og fimmtudagsmorguninn vorum við mætir á miðin norðaustur af Langanesi.
 
Núna er stutt í Þórshöfn þar sem við ættum að vera um hálftíuleitið með fullt skip af loðnu, líklega um 1.630 tonn, af því erum við með kælt í tveimur tönkum sem fara til manneldis.
 
Svo nýja árið fer vel af stað og ekki bara í veiðum, því Álseyjarþrek er þétt setið þessa dagana og eru sumir að fara jafnvel tvisvar á sólahring. Svo einhverjir vistmenn ætla greinilega að standa við sitt áramótaheit þetta árið ( eða þessa dagana? ) varðandi aukatíma í salnum þá horfa menn helst á tíman sem honum Sibba er úthlutað. Á þeim tíma í dag voru fjórir mætti tilbúnir að taka á því, en Sibbi var ekki ein af þeim;o)...
 
Meira síðar með bestu kveðjum frá Álsey á landleið að nálgast Þórshöfn, Kristó

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%