Kostnaður kannaður vegna flotbryggju við Eiðið

6.Janúar'12 | 09:11
Í gær fundaði Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja og eina efni fundarins voru verklegar framkvæmdir Vestmannaeyjahafnar 2012 og heimsókn fulltrúa Siglingastofnunar. Til umræðu voru samskipti Vestmannaeyjahafnar við Siglingastofnun m.a. vegna Landeyjahafnar og verklegra framkvæmda sem stofnunin hefur umsýslu með og varða Vestmannaeyjahöfn.
 
 
Þá var einnig rætt um hugmyndir og fyrstu kostnaðaráætlun Siglingastofnunar að beiðni FH-ráðs um flotbryggju fyrir skemmtiferðaskip norðan Eiðis.
 
Einnig var fjallað um viðskipti Vestmannaeyjahafnar og Siglingastofnunar vegna Landeyjahafnar. Gísli Viggósson og Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi Landeyjahöfn og svöruðu spurningum. Þá var einnig fjallað um endurbætur á Binnabryggju og Kleifabryggju.
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is